Morgunglugginn

Trans fólk í Bretlandi, íslenskan á Ísafirði og veiðisumarið

Staða trans fólks í Bretlandi hefur versnað mjög í Bretlandi á síðustu árum og ekkert sem bendir til þess hún breytist til batnaðar undir nýrri ríkisstjórn Verkamannaflokksins. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks er nýlega flutt aftur til Íslands eftir margra ára búsetu í Bretlandi. Hún fór yfir þróunina í Bretlandi.

Gestir skemmtiferðaskipa sem leggja á Ísafirði geta gefið íslenskunni séns þetta sumarið, en afar nýstárlegt verkefni er í gangi í bænum. Sædís María Jónatansdóttir, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sagði frá því.

Ragnheiður Thorsteinsson er formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem fagnar 85 ára afmæli í ár. Hún fór yfir veiðisumarið vítt og breitt.

Tónlist:

Wild Mountain Thyme - Rufus Wainwright, Martha Wainwright, Lucy Wainwright Roche

Willy O'Winsbury - Pentangle

Can't - Anohni & The Johnsons

Hjarta mitt - Eivör Pálsdóttir

Án þín - Trúbrot

Jacare sumiu - Alcione

Frumflutt

16. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,