Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður var á línunni frá Noregi eins og undanfarna mánudagsmorgna. Í þetta sinn var umræðuefnið munurinn á hugsunarhætti skyldra þjóða, Norðmanna og Íslendinga.
Það styttist í Ólympíuleikana sem verða settir í Parísarborg 26. júlí. Undirbúningurinn er löngu farinn að hafa gríðarleg áhrif á borgarlífið í París. Þorfinnur Ómarsson, samskiptastjóri hjá OECD og íbúi í París, sagði frá, og fór einnig yfir tíðindi úr frönskum stjórnmálum.
Nýtt úrkomumet var sett í Grundarfirði um helgina, en Grundfirðingar eru þó öllu vanir þegar kemur að úrkomu. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði, sagði frá frá umhverfisvænni lausn sem unnið er að í frárennslismálum bæjarins.
Í síðasta hluta þáttar ræddum við við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði, um tíðindi helgarinnar í bandarískum stjórnmálum, skotárásina sem Donald Trump, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, varð fyrir, og horfur Joe Biden forseta og Demókrataflokks hans.
Tónlist:
På bredden - Vamp
Le long de la route - Zaz
Sorry Angel - Jane Birken
Óróapúls - Kári Egilsson
Born in the USA - Bruce Springsteen