Morgunglugginn

Bresk stjórnmál, risaeðlur á íslensku og sumarlesturinn

Verkamannaflokkurinn fékk langflest þingsæti í þingkosningunum í Bretlandi á fimmtudag. En þrátt fyrir hafa farið með sigur af hólmi þá jókst fylgi Verkamannaflokksins fremur lítið. Sigrún Davíðsdóttir var gestur Morgungluggans og ræddi kosningakerfið í Bretlandi og ýmislegt fleira tengt kosningunum.

Viktor Árnason og Rafn Sigurðsson meistaranemar í líffræði við Háskóla Íslands hafa unnið orðasafn um íslensk nöfn risaeðlutegunda, en þeir segja hingað til hafi ríkt töluverð óreiða í þýðingum á nöfnum tegunda og hópa risaeðla á íslensku. Viktor og Rafn sögðu frá þessu verkefni og risaeðlufræðum.

Nína Björk Jónsdóttir, forstöðumaður GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu, sagði frá sumarlestri sínum, sér í lagi ferðabókum sem hún hefur haft meðferðis í eigin ferðalögum.

Tónlist:

Esta melodia - Marisa Monte

On the sunny side of the street - John Coltrane

Clean Teeth - Magnús Jóhann Ragnarsson

En sommar - Franska trion

This is a film - Goran Bregovic & Iggy Pop

La Seine - Vanessa Paradis

Frumflutt

10. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,