Morgunglugginn

Akranes, unga fólkið, íslenski fjárhundurinn og friðland að Fjallabaki

Það bárust slæmar fréttir af atvinnumálum Akurnesinga í byrjun júlí þegar tilkynnt var um gjaldþrot Skagans 3X. Gjaldþrotið er ekki eina áfallið sem dunið hefur yfir atvinnulíf bæjarins. En á sama tíma berjast einnig jákvæðar fréttir frá Akranesi, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri sagði frá málefnum bæjarins.

18. júlí er dagur íslenska fjárhundsins. Sóley Ragna Ragnarsdóttir er stoltur eigandi íslensks fjárhunds og sagði frá tegundinni, frá sögu þessa dags og dagskránni hjá hundaeigendum og hvuttum þeirra í dag.

Eldri kynslóðir hafa miklar áhyggjur af velferð ungs fólks. Jafnvel er sagt snjallsímar séu eyðileggja líf barna og ungmenna. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, frumkvöðull og stofandi tveggja nýsköpunarfyrirtækja, var gestur Morgungluggans og ræddi málefni ungs fólks. Hún segir nauðsynlegt hugsa hlutina upp á nýtt og börn og ungmenni fái þá þjónustu sem þurfa á halda.

Ingunni Ósk Árnadóttur, yfirlandvörður í Friðlandi Fjallabaki, var á línunni í síðasta hluta þáttar. Hún sagði frá svæðinu og verkefnum landvarða þar.

Tónlist:

Enken yelelebesh - Girma Beyene

One Last Dance - Baby Rose

Ég tek hundinn - Hljómsveit Ingimars Eydal

Fjöllin hafa vakað - Egó

Rólegur kúreki - Bríet

Frumflutt

18. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,