Sumarbúðirnar Stelpur diffra verða haldnar í fjórða skiptið í næsta mánuði en þær eru ætlaðar fyrir stelpur og stálp á framhaldsskólaaldri sem hafa áhuga á stærðfræði. Að þessu sinni verður einnig veitt innsýn í eðlisfræði og ekki bara það því í ár verður líka boðið upp á stærðfræðibúðir fyrir kennara í framhaldsskólum. Stelpur diffra er hugarfóstur Nönnu Kristjánsdóttur, sem útskrifaðist með BS-gráðu í hagnýttri stærðfræði frá Háskóla Íslands í sumar. Nanna var gestur Morgungluggans.
Karl Thoroddsen fræddi hlustendur um tvö smáforrit sem hann hefur smíðað tengd ferðalögum.
Tvær djasssöngkonur, Helga Margrét Clarke og Vigdís Þóra Másdóttir, komu í Morgungluggann í lok þáttar og sögðu frá verkefnum sínum, söngnum og tónlistinni.
Tónlist:
I sing the blues - Etta James
The Power of the Dream - Celine Dion
La vie en rose - Lady Gaga
Morgunsól - GDRN og Magnús Jóhann Ragnarsson
Time is on my side - Irma Thomas
Memo from Turner - The Rolling Stones
Cosmic Dancer - T Rex
Sweet Morning Whispers - Helga Margrét Clarke
Gimme Shelter - The Rolling Stones