Morgunglugginn

22. júlí, hjúkrunarfræðingur á Gaza og villikettir

Joe Biden hefur dregið framboð sitt til endurkjörs í embætti forseta Bandaríkjanna til baka. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fylgist grannt með því sem er gerast í bandarískum stjórnmálum og fór yfir stöðuna.

Í dag eru þrettán ár hryðjuverkunum í Osló og Útey í Noregi, 22. júlí 2011. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður í Noregi sagði frá þessum degi.

Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir er nýlega komin heim frá Gaza þar hún sem vann á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Hólmfríður sagði frá erfiðu ferðalagi í Morgunglugganum.

Kattaverndunarsamtökin Villikettir sendu frá sér ákall á dögunum, það vantar fósturheimili fyrir fjölda villikatta. Ragna Þorsteinsdóttir er í stjórn Villikatta og ræddi málefni katta í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

Leader of the Pack - The Shangri-Las

For Your Lover Give Some Time - Richard Hawley

Caresse-moi - Maria de Barros

Stray Cat Strut - The Stray Cats

Frumflutt

22. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,