ok

Kvöldfréttir

Týnt flóttafólk, íbúafundur í Þorlákshöfn, rafbyssur og flugvirkjar

Hundraðsextíuogníu manns sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi eru skráðir horfnir. Lögregla fann fólkið ekki þegar átti að vísa því úr landi

Minnihluti sveitarstjórnar í Ölfusi hefur boðað til íbúafundar í kvöld vegna áforma um móbergsvinnslu í Þorlákshöfn. Tvö fyrirtæki sem stefna á atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu deila um framhaldið.

Hátt í 500 lögreglumenn hafa lokið grunnþjálfun í notkun á rafbyssum og verða þær fljótlega teknar í notkun. Tilfellum þar sem lögregla þarf að vopnast hefur fjölgað á undanförnum árum.

Sá tími starfsmanna sem fer í ferðir úr landi á vegum vinnuveitanda skal teljast til vinnutíma. Að þessu hefur hæstiréttur komist, en dómurinn úrskurðaði í dag flugvirkja í vil í máli sem talið var fordæmisgefandi.

Forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, særðist lífshættulega þegar honum var sýnt banatilræði í dag. 71 árs karlmaður var handtekinn á vettvangi, en ástæða árásinnar er ekki kunn.

Illa gengur að selja erlendum laxveiðimönnum veiðileyfi í íslenskum ám í sumar. Erfitt efnahagsástand í Bretlandi, fréttir af eldgosum á Reykjanesskaga og umræða um strokulax úr sjókvíaeldi vega þar þungt.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Alexander Kristjánsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir

Frumflutt

15. maí 2024

Aðgengilegt til

15. maí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,