Eldgos á Rrykjanesskaga, fylgi flokka, ákæra á hendur Netanyahu, verkföll kennara
Hrauntungan frá gosinu á Sundhnúksgígaröðinni skreið afar hratt fram í dag. Hraunið hefur þegar teygt sig lengra vestur en í fyrri gosum og rennur enn. Vinnuhópar stöðvuðu hraunrennsli að Bláa lóninu.
Tveir af hverjum þremur sem styðja Miðflokkinn nú kusu Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn síðast. Meirihluti þeirra sem kusu alla stjórnarflokkana síðast hyggst kjósa annan flokk í ár.
Formaður Kennarasambandsins segir að ekki hafi verið hægt að komast lengra við samningaborðið, en boðað hefur verið til verkfalla í fjórum grunnskólum víða um land. Hann vonast til að ekki komi til aðgerða.
Alþjóðaglæpadómstóllinn gaf í dag út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra Ísraels og yfirmanni hernaðararms Hamas-samtakanna.