Kvöldfréttir

Bamnaslys á þjóðvegi 1, ISIS-maður sendur til Grikklands, álag á sjúkrahúsinu á Akureyri

Tveir erlendir ferðamenn létust í umferðarslysi á hringveginum við Skaftafell í morgun.

Karlmaður var fluttur í dag frá Akureyri til Grikklands. Hann er grunaður um vera liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.

Mikið álag er á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri vegna umgangspesta. Framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum hvetur fólk til leita í símaráðgjöf áður en farið er á bráðadeildina.

Ísraelsmenn krefjast þess kæru á hendur þeim fyrir þjóðarmorð í Palesínu verði vísað frá Alþjóðadómstólnum í Haag.

Borgarbókasöfn í Reykjavík verða lokuð til skiptis í þrjár vikur í sumar vegna hagræðingarkröfu frá Reykjavíkurborg. Skásti kosturinn til verða við kröfunni, segir safnstjóri.

Bretar heita Úkraínumönnum tveimur og hálfum milljarði sterlingspunda í hernaðaraðstoð. Rishi Sunak forsætisráðherra kom í heimsókn til Kænugarðs í dag.

Ummerki um forna stórborg hafa fundist í Amazon-frumskóginum í Ekvador.

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

11. jan. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,