Kvöldfréttir

Búvörusamningur, verkfalli afstýrt, uppfærsla á stríðsviðbrögðum, framhaldsskólaverkfall og grásleppa

Stjórnsýslufræðingur telur dóm Héraðsdóms um búvörulögin sögulegan og Alþingi verði líklega ekki samt eftir hann. Hann veit ekki til þess íslenskir dómstólar hafi áður dæmt um vinnubrögð Alþingis.

Verkfalli í öllum leikskólum Hafnarfjarðar hefur verið aflýst eftir kjarasamningar náðust milli Verkalýðsfélagsins Hlífar og Hafnarfjarðarbæjar í dag.

Milljónir Svía í dag sendan bækling um viðbrögð ef til stríðsátaka kemur. Finnar, Norðmenn og Danir hafa fengið sambærilegar upplýsingar frá stjórnvöldum.

Nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands telja kennaraverkfallið, sem hefur staðið í þrjár vikur, gæti haft mikil áhrif á námsárangur og jafnvel orðið til þess einhverjir hættu námi. Þeir hvöttu til samninga á samstöðufundi í dag.

Ríkið úthlutar brátt eignarkvóta í grásleppu og útgerðir sem nýlega hófu veiðar telja sig bera skarðan hlut frá borði. Útgerðarkona í Stykkishólmi segir ósanngjarnt veiðireynsla síðustu tvö sumur teljist ekki með við útreikning kvótans.

Frumflutt

18. nóv. 2024

Aðgengilegt til

18. nóv. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,