Kvöldfréttir

Aukin hætta á að gjósi innan Grindavíkur, forsætisráðherra Frakka segir af sér og strokulaxar

Líkur hafa aukist á hraun komi upp innan Grindavíkur og miklar líkur eru taldar á kvikuhlaupi eða gosi í Svartsengi á næstu þremur til fjórum vikum í nýju hættumati.

Forsætisráðherra Frakklands sagði af sér í dag, en heldur áfram sem leiðtogi starfsstjórnar þar til hægt verður mynda nýja ríkisstjórn eftir nýafstaðnar kosningar.

Aldrei hafa strokulaxar veiðst í jafn mörgum ám og í fyrra og aldrei hafa veiðst fleiri strokulaxar en þá.

Sjúkraliðar hafa undirritað nýjan kjarasamning á sömu nótum og þeir sem gerðir hafa verið á almenna vinnumarkaðinum.

Covid hefur greinst á átta deildum á Landspítalanum. Frá og með morgundeginum er grímuskylda á spítalanum í öllum samskiptum við sjúklínga og heimsóknir takmarkaðar.

Ísland og Pólland eigast við í undankeppni EM í knattspyrnu kvenna.

Frumflutt

16. júlí 2024

Aðgengilegt til

16. júlí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,