Kvöldfréttir

Kvöldfréttir 11. ágúst 2024

Rússar heita hörðum viðbrögðum við innrás úkraínska hersins í Kúrsk-hérað. Hermenn Úkraínu eru komnir 30 kílómetra inn í landið.

Ekkert í íslensku lagaumhverfi gefur vísbendingu um hvernig eigi bregðast við þegar fjöldi fólks býr langtímum annars staðar en það á lögheimili. Þetta segir formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur.

Joe Biden segir Donald Trump vera ógn við öryggi Bandaríkjanna. Fyrsta viðtal við forsetann eftir hann hætti við framboð var sýnt í dag.

Á Fljótsheiði í Þingeyjarsveit standa yfir rannsóknir og merkingar á álftum. Þar er við störf álftamerkingamaður til fjörutíu og þriggja ára sem þekkir álftirnar orðið vel.

Ferðalangar sem koma til Lofóten eyjanna í Noregi þurfa bráðum greiða skatt sem fer í fjármagna uppbyggingu innviða og þjónustu. Sívaxandi fjöldi ferðamanna hefur valdið álagi á samfélag eyjarskeggja.

Frumflutt

11. ágúst 2024

Aðgengilegt til

11. ágúst 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,