Kapp Skaginn hefur rekstur, skemmtiferðaskipum fækkar, Sjálfstæðisflokkur og menntamál, kræklingarækt og Kenía
Nýtt félag sem tók við rekstri Skagans 3X á Akranesi hóf starfsemi fyrir helgi. Það stefnir á að ráða þrjátíu starfsmenn fyrir áramót.
Fyrirhuguð gjaldtaka á farþega skemmtiferðaskipa hefur þegar dregið úr ásókn skipanna. Hafnarstjóri óttast tekjumissi, sem myndi helst bitna á dreifðari byggðum.
Mun fleiri konur hyggjast kjósa Kamölu Harris en Donald Trump í forsetakosningunum vestanhafs á morgun. Kynjamunurinn hefur aldrei mælst meiri, og stjórnmálafræðiprófessor er þess fullviss að atkvæði kvenna muni ráða úrslitum.
Góð skilyrði eru til að rækta krækling við Ísland að mati samráðshóps sem vinnur að endurreisn kræklingaræktar. Til að greinin geti byggst upp þarf hins vegar að vera hægt að greina þörungaeitur í afurðinni
Og íslenskir stjórnmálaflokkar geta ekki hagað sér eins og þeim sýnist þegar þeir auglýsa stefnumál sín og frambjóðendur á samfélagsmiðlum, því þar gilda strangar reglur um slíkt - líka á vinsælasta miðli unga fólksins; Tiktok.