Kvöldfréttir

Israel og Íran, vaxtalækkun, rafmagnstruflanir, málefni einhverfra barna

Bandaríkjaforseti styður ekki mögulegar árásir Ísraela á kjarnorkuver Írana. Ísraelar heita hefndum fyrir eldflaugaárás gærdagsins og Íranir lofa enn harðari viðbrögðum við þeim.

Þótt stýrivextir hafi verið lækkaðir í morgun er ekki þar með sagt þeir verði lækkaðir aftur næst, segir aðalhagfræðingur Landsbankans. Hún telur svo litla lækkun á þetta háum vöxtum ekki hafa mikil áhrif.

RARIK telur um 15 þúsund og fimm hundruð heimili og fyrirtæki hafi orðið fyrir raski vegna víðtækra rafmagnstruflana í dag. Raftæki skemmdust og hvetur RARIK notendur til tilkynna tjón.

Einhverfusamtökin segja neyðarástand ríkja í skólamálum einhverfra barna. Þeim flestum synjað um skólavist á sérhæfðri deild og send í almenna skóla, þar sem þeim ekki tryggð nauðsynleg aðstoð.

Formaður Læknafélags Íslands skilur ekki hvernig gat gerst geðlæknir náði ávísa lyfjum á löngu látna manneskju í áraraðir. Varnir séu augljóslega ekki nógu öflugar.

Samningaviðræður standa á milli Reykjavíkurborgar og rekstrarfélags í Perlunni um kaup á húsinu. Kauptilboðið var það sama og borgin sóttist eftir eða þrír og hálfum milljarður.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir

Frumflutt

2. okt. 2024

Aðgengilegt til

2. okt. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,