Kvöldfréttir

Alelda rúta og 3,8 milljónir í innheimtu vegna ógreiddra launa

Tæplega sextíu manns voru í rútu sem varð eldi bráð í Skutulsfirði síðdegis. Allir sluppu ómeiddir en rútan er gjör-ónýt.

Sérfræðingar sem vinna einir á stofu geta ekki gert ADHD-greiningar í samræmi við klínískar leiðbeiningar heldur eiga þær fara fram í teymisvinnu, segir varaformaður ADHD samtakanna. Aðeins einn af hverjum tíu fullorðinna sem hófu meðferð í fyrra fóru til ADHD-teymis heilsugæslunnar.

Formaður Eflingar segir kröfur upp á 3,8 milljónir króna í lögfræðiinnheimtu vegna ógreiddra launa veitingastaðarins Ítalíu og fleiri mál vera í vinnslu.

Ummæli á samfélagsmiðlum um innflytjendur í Bandaríkjunum hafa ýtt undir hatur. Í dag var skólum lokað í smábæ í Ohio vegna hótana.

Sjúkratryggingar Íslands semja í fyrsta sinn við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna um bakaðgerðir. Horft verður til reynslunnar af samningum um liðskiptaaðgerðir sem gefið hafa góða raun.

Frumflutt

13. sept. 2024

Aðgengilegt til

13. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,