Kvöldfréttir

Vararíkissaksóknari, óveður, makrílveiði og barnabækur

Dómsmálaráðherra hyggst ekki leysa vararíkissaksóknara frá störfum um stundarsakir eins og ríkissaksóknari lagði til. Vararíkissaksóknari telur þetta rökrétta niðurstöðu.

Óvissutigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna yfirvofandi óveðurs.Spáð er hvassviðri og rigningu eða slyddu á norðan- og austanverðu landinu en snjókomu til fjalla

Minnst sextíu og fjögur eru látin og tuga er enn saknað í Víetnam, þar sem fellibylurinn Yagi gengur yfir með beljandi rigningu og stormi.

Botninn er dottinn úr makrílveiði haustsins og íslensk uppsjávarveiðiskip hafa nær alfarið snúið sér veiðum á norsk-íslenskri síld, þótt fjórðungur makrílkvótans enn óveiddur.

Og úrval barna- og unglingabóka hér á landi er allt of lítið mati upplýsingafræðings á skólabókasafni, sem segir einungis náist metta um tíu prósent af lestrarþörf barna og unglinga.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Frumflutt

9. sept. 2024

Aðgengilegt til

9. sept. 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,