Kvöldfréttir

Varnargarðar, fasteignamarkaður, hitabylgja, skattar og barneignir

Útlagður kostnaður vegna varnargarða við Grindavík er um 5.5 milljarðar króna. innviðaráðuneytið upplýsir þetta.

Hagfræðingur hjá Arion banka telur mun fleiri fyrstu kaupendur komast inn á fasteignamarkaðinn í ár en í fyrra. Hann segist ekki eiga von á öðru en íbúðaverð haldi áfram hækka.

Hitabylgja gengur yfir Suður-Evrópu. Yfirvöld á Grikklandi lokuðu Akrópólíshæð yfir hádaginn vegna hitans.

Formaður Björgunarfélags Hornafjarðar gagnrýnir félagið þurfi greiða stórar upphæðir til ríkisins vegna framkvæmda við nýja björgunarmiðstöð. Félagið fer á mis við skattaafslátt í gegnum átakið Allir vinna því einingar í húsið eru framleiddar annars staðar á landinu.

Doktor í félagsfræði segir fleira fólk sleppa því eignast börn en áður. Kona sem fór í ófrjósemisaðgerð finnur minni þrýsting frá samfélaginu um barneignir.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon

Stjórn útsendingar: Erna Sóley Ásgrímsdóttir

Frumflutt

17. júlí 2024

Aðgengilegt til

17. júlí 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,