Kvöldfréttir

Sýknudómur ómerktur og dýraníð í Borgarfirði

Landsréttur ómerkti sýknudóm yfir hjúkrunarfræðingi sem varð sjúklingi bana árið 2021. Lögmaður hjúkrunarfræðingsins segir niðurstöðuna vega sjálfstæði ákæruvaldsins.

Eigandi Sauðárkróksbakarís segir það hafa verið ákveðið lán í óláni keyrt var inn í afgreiðslusal bakarísins. Ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis, fíkniefna og slævandi lyfja.

Tíu opinberar heimsóknir innanlands, fjórar erlendis og 20 vinnuferðir eru meðal verkefna Guðna Th. Jóhannessonar á þessu kjörtímabili. Hann flytur meðaltali tvö ávörp og situr fimm til tíu fundi á viku.

Fréttir af slæmum aðbúnaði sauðfjár á búi í Borgarfirði valda íbúum og sveitarstjórnaryfirvöldum í Borgarbyggð áhyggjum segir sveitarstjóri, það hins vegar ekki sveitarfélagsins grípa til aðgerða.

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst reiðubúinn takast á við Donald Trump mótframbjóðanda sinn í kappræðum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann hefur til þessa lítið vilja segja um mögulega þátttöku.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

26. apríl 2025
Kvöldfréttir

Kvöldfréttir

Kvöldfréttir útvarps

Þættir

,