Hjartagosar

Týndi Gosinn kemur heim og áhættuatriði

Andri Freyr kom ferskur til baka eftir vel heppnuð veikindi og hefur sjaldan verið ferskari.

Andri var samt ekki jafn ferskur og Kvennakór Kópavogs sem ætlar gera sér og öðrum glaðan dag í Hjólaskautahöllinni á morgun. Gunnar Hansson kom einnig og sagði frá væntanlegum sýningum Frímanns Gunnarssonar í Bæjarbíói.

Kveikó sungu lag í beinni útsendingu en aldrei hafa jafn margir gestir komið saman í hljóðveri Hjartagosa (áhættuatriði)

Ingi Þór Ingibergsson, okkar maður í Reykjanesbæ sagði okkur hvernig heitavatnsleysið er fara í hann og hans fjölskyldu.

Þá heyrðum við frá Oddi Þórðarsyni, fréttamanni um ævintýri Taylor Swift síðustu dægrin..

Á föstudögum bjóðum við hlustendum upp á lagalista fólksins og í dag vildum við vináttu dægurlög á listann því öll viljum við vera vinir.

Frumflutt

9. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hjartagosar

Hjartagosar

Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.

Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.

Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.

Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.

Þættir

,