Árið er

Árið er 2015 - fyrri hluti

Önnur plata Of Monsters & Men fer í þriðja sæti Billboard listans í Bandaríkjunum, góðir hlutir gerast hægt hjá Júníusi Meyvant, Axel Flóvent og Máni Orrason slá í gegn og Úlfur Úlfur brennir allt. Bubbi syngur um konur, John Grant fær gráa fiðringinn, Friðrik Dór skálar fyrir þér og Sóley syngur yfir slagverkslúppur. Lagahöfundateymið Stop Wait Go tekur Söngvakeppninnina með trompi, hárgreiðsluneminn Sara Pétursdóttir breytist í söngkonuna Glowie og Herra Hnetusmjör er vonarstjarna íslenska rappsins. Jóhann Jóhannsson fær Golden Globe verðlaun, Ensími græðir aukalíf á Herðubreið, Svavar Knútur syngur um raunir flökkusveinsins og Memfismafían hnýtir í Mannanafnanefnd.

Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.

Meðal viðmælenda í fyrri hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2015 eru Ragnar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Arnar Rósenkranz Hilmarsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson, Axel Flóvent, Sindri Ástmarsson, Máni Orrason, Sóley Stefánsdóttir, John Grant, Jakob Smári Magnússon, Arnar Freyr Frostason, Helgi Sæmundur Guðmundsson, Salka Sól Eyfeld, Unnar Gísli Sigurmundsson, Haraldur Leví Gunnarsson, Unnsteinn Manúel Stefánsson, Helgi Valur Ásgeirsson, Árni Páll Árnason, Hrafn Thoroddsen, Svavar Knútur Kristinsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Lagalisti:

OMAM - Empire

OMAM - Crystals

OMAM - Hunger

OMAM - I Of The Storm

OMAM - Wolves Without Teeth

Sara Péturs (Glowie) - Make You Feel My Love

Glowie ft. Stony - No More

Glowie - Party

Bubbi Morthens - Hægt andlát 14 ára stelpu

Bubbi Morthens - 18 konur

Bubbi Morthens - Jafnrétti

Bubbi Morthens & Dimma - Poppstjarnan

María Ólafs - Lítil skref

Friðrik Dór - Í síðasta skipti

María Ólafsdóttir - Unbroken

Friðrik Dór - Skál fyrir þér

Axel Flóvent - Forest Fires

Axel Flóvent - Beach

Axel Flóvent - Dancers

Axel Flóvent - Your Ghost

Máni Orrason - Fed All My Days

Máni Orrason - Miracle Due

Sóley - Ævintýr

Sóley - Dreamers

Jónas Sigurðsson - Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá

Dúkkulísurnar - er komið miklu meira en nóg

Rúnar Þórisson - Í 1000 ár daga og nætur

Kalli Tomm - Örlagagaldur

John Grant - Down Here

John Grant - Grey Tickles, Black Pressure

John Grant & Tracey Thorn - Disappointing

Úlfur Úlfur - Tarantúlur

Úlfur Úlfur - Brennum allt

Úlfur Úlfur - 100.000

Úlfur Úlfur - Tvær plánetur

Salka Sól & Nöttaðir Höttarar - Á annan stað

Júníus Meyvant - Hailslide

Júníus Meyvant - Signals

Júníus Meyvant - Gold Laces

Uni Stefsson - Enginn grætur

Uni Stefsson - Fuckboys > Black Book

Helgi Valur - Þó aldrei stytti upp

Helgi Valur - Notes From The Underground

Herra Hnetusmjör - Hvítur bolur gullkeðja

Herra Hnetusmjör - Jámahr

Herra Hnetusmjör - Selfie

Herra Hnetusmjör - Föstu

Rythmatik - Tiny Knots

Rythmatik - Sleepyhead

Bigital - Það vex með þér leyndarmál

Lockerbie - Heim

Halleluwah - Dior

Dj. Flugvél & geimskip - Nótt á hafsbotni

Ensími - Aukalíf

Ensími - Mosó

Ensími - Táradalur

Ensími - Herðubreið

Dr. Gunni & Sigga Beinteins - Rokk!

Dr. Gunni & Thelma Marín Jónsdóttir - Undraland

Svavar Knútur - Brot

Svavar Knútur & Marketa Irglova - The Curtain

Svavar Knútur - Girl from Vancouver

Svavar Knútur - Wanderlust

Mr Silla - Holding On

Mr Silla - I Want All

Hjaltalín - We Will Live For Ages

Jóhann Jóhannsson - The Theory Of Everything

Snorri Helga - Bæn

Memfísmafían & Sigríður Thorlacius - Karnivalía

Memfísmafían & Jón Gnarr - Mannanafnanefnd

Frumflutt

21. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Árið er

Árið er

Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Þættir

,