Árið er

Árið er 2004 - fyrri hluti

Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.

Mugison semur lag ársins með vini sínum Pétri Ben, Trabant treður upp á Bessastöðum, Ske er í góðum fíling og Eivör vinnur með Vestur-íslenska tónlistarmanninum Bill Bourne. Björk syngur á setningarathöfn Ólympíuleikanna, Jónsi fer í Eurovision, Nýdönsk og Sinfóníuhljómsveitin rugla saman reytum og Jón Ólafs syngur um sunnudagsmorgun. Brimkló segir smásögur, Hljómar rífa húmorinn upp og hljómsveitin Tenderfoot vekur bjartar vonir. Þórunn Antonía fer í brúðkaupsferð til Bretlands en Quarashi kastar hvíta handklæðinu í hringinn og Jan Mayen dásamar Nick Cave. Á móti sól breiðir yfir 12 íslensk topplög og Jagúar heldur áfram fönka landann upp, Sigurmolarnir syngja sigurlagið og Mannakorn syngur um Satan.

Meðal viðmælenda í 27. þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 2004 er til umfjöllunar, eru Örn Elías Guðmundsson, Samúel Jón Samúelsson, Börkur Birgisson, Daði Birgisson, Gunnar Þórðarson, Björn Stefánsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnar Kjartansson, Þorvaldur Gröndal, Magni Ásgeirsson, Samúel Örn Erlingsson, Jón Ólafsson, Guðmundur Steingrímsson, Frank Hall, Sölvi Blöndal, Vilhelm Anton Jónsson, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Jón Björn Ríkharðsson og Ágúst Bogason.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Lagalisti:

Mugison - I Want You/What I Would Say In Your Funeral/2 Birds/Murr Murr/I?d Ask

Jagúar - Bodyparty/Hello Somebody/Þú ert

Hljómar - Upp með húmorinn/Eitt lítið stef

Brimkló - held ég heim/Bolur inn við bein

Tenderfoot - Waterfall/Beautiful Son

Trabant - Lady Elephant/Enter Spacebar

Eivör Pálsdóttir - Only A Friend Of Mine/Tröllabundin/Ég veit þú kemur

Þórir - Hey Ya, Canada Oh Canada

Á móti sól - Traustur vinur

Björk - Who Is It/Oceana/Triumph Of A Heart

Jón Ólafs - Afstæðiskenning ástarinnar/Láttu þig dreyma/Sunnudagsmorgunn

Nýdönsk & Sinfó - Hvað kostar hamingjan

Ske - On The Way To Lose It Somehow/Beautiful Flowers

Jónsi - Heaven

Mannakorn - María/Satan er til

Quarashi - Stun Gun/This song/Stars

Start - Lífið og tilveran/Paradís/Gamlar myndir

Honeymoon - Passive Aggressive/Truth Hurts/Come Undue

Stranger - You know

Jan Mayen - On A Mission/Nick Cave

Sverrir Stormsker & Landsliðið - Sigurlagið

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Árið er

Árið er

Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Þættir

,