Árið er

Árið er 2003 - fyrri hluti

Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.

Birgitta Haukdal opnar hjarta í Eurovision, Botnleðja syngur Júróvísu og Dr. Gunni býður upp á snakk fyrir pakk. Emilíana Torrini semur topplag fyrir Kylie en Ragnheiður Gröndal trónir á toppnum á tónlist.is. 200.000 Naglbítar skipta um trommara, Á móti sól sendir frá sér Fiðrildi og Skífan vinnur baráttuna um Brain Police. Bubbi syngur um þúsund kossa nótt, Guðjón Rúdólf leitar húfunni sinni, Papar halda til hafs á og hinir ástsælu Spaðar syngja Obb bobb bobb. Dáðadrengir sigra í Músíktilraunum, Nilfisk spilar í Höllinni í boði Foo Fighters, Dr. Spock syngur klám en Leoncie um ást á pöbbnum. Hera tekur upp plötu á íslensku, Lára Rúnars vekur athygli á uppskeruhátíð en Hvannadalsbræður eru gjörsamlega út úr kú.

Meðal viðmælenda í 25. þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 2003 er til umfjöllunar, eru Vilhelm Anton Jónsson, Bubbi Morthens, Hera Hjartardóttir, Lára Rúnarsdóttir, Emilíana Torrini, Magni Ásgeirsson, Guðmundur Andri Thorsson, Magnús Haraldsson, Ragnheiður Gröndal, Haraldur Gíslason, Birgitta Haukdal, Gunnar Lárus Hjálmarsson, Jón Björn Ríkharðsson, Dave Grohl, Víðir Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Lagalisti:

Hljómar - Mývatnssveitin er æði/Við saman

Maus - How Far Is Too Far/Musick/My Favourite Excuse/ Life In A Fishbowl

Eivör Pálsdóttir - Hjarta mitt/Nú brennur í mær

KK & Maggi Eiríks - Flöku Jói

Í svörtum fötum - Þrá/ Ekkert fela

Jónsi & Birgitta - Sumarnótt

Quarashi - Mess it up/Race city/Orð morð

Bang Gang - Something Wrong/Follow/Stop In The Name Of Love

Lady And Bird - Do What I Do

GusGus & Einar Örn - Í augum úti

Trabant - Nasty Boy

Funerals - To Hell/Stockholm City

Stuðmenn - Halló halló halló

Mínus - Romantic Exorcism/The Long Face/Here Comes The Night

Björgvin & Krummi - You Belong To Me/Hvað vita þeir

Sálin - Á einu augabragði

Miðnes - Ég sprengi klukkan þrjú

Anna Katrín - Ekkert breytir þvi

Jón Sigurðsson - Flugvélar

Kalli Bjarni - Aðeins einu sinni

Ríó - Alltaf einn

Botnleðja - Brain Balls & Dolls/Human Clickbate

Eberg - Smoker In A Film/Plastic Lions

Slowblow - Why Hawaii?

Kimono - Japanese Policeman

Land og Synir - Á fjórum fótum/Von mín er

Margreit Eir - Augnablik/Heiðin

Skytturnar - Lognið á undan storminum

Dys - Veiðileyfi á ríkisstjórnir/Ísland brennur

Sigga Beinteins & Björgvin Halldórs - Ef til vill andartak

Frumflutt

1. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Árið er

Árið er

Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Þættir

,