Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Sigur Rós syngur á vonlensku og Mugison fæðist sem söngvari á karaókíbar í Malasíu. Írafársrússíbaninn þýtur áfram, Sálin treður upp með Melabandinu og Urður gengur í Gus Gus. Vandræðaunglingurinn Þórunn Antónía lýkur þriggja ára tónlistarnámi hjá föður sínum, Magnúsi Þór Sigmundssyni. Útrás Leaves fær fljúgandi start, Fídel gefur út plötu og geispar golunni en Land og synir fá Happy Endings. Orri Harðar fellir tár, Brain Police finnur Jenna og Buff finnur glerbrot í vaselíninu. Græni ormurinn skríður út úr bílskúr á Skipaskaga, hárin rísa á höfði Ampopdúettsins en það þarf fólk eins og Rúnar Júl fyrir fólk eins og þig og mig.
Meðal viðmælenda í 23. þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 2002 er tekið fyrir, eru Birgitta Haukdal, Vignir Snær Vigfússon, Guðmundur Jónsson, Stefán Hilmarsson, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Jón Ólafsson, Örn Elías Guðmundsson, Birgir Hilmarsson, Georg Hólm, Hreimur Örn Heimisson, Magnús Þór Sigmundsson, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Orri Harðarson, Arnar Guðjónsson og Jón Björn Ríkharðsson.
Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Írafár - Ég sjálf/Stórir hringir/Írafár - Ég sjálf
Sálin hans Jóns míns - Þú fullkomnar mig
Sálin & Sinfó - Upplifun/Vatnið
Gus Gus - Dance you Down/David
Silfurfálkinn - Turn your lights down
Rúnar Júlíusson - Gott er að gefa/Það þarf fólk eins og þig
Nýdönsk - Fagurt fés/Flugvélar
Mugison - Sea Y/Ear/Poke A Pal
Ampop - Made For Market/Sociopath
Worm Is Green - The Robot Has Got The Blues/Love Will Tear Us Apart
Sigur Rós - Lag nr. 1 (Vaka)/Lag nr. 4 (Njósnavélin)
Land & synir - Summer/Smile/If
Megas - Vertu mér samferða inní draumalandið amma/Ungfrú Álís
Þórunn Antonía - Play Me/The Sun Is Shining/Zebra Butterfly
Orri Harðarson - Ást/Freisting
Leaves - Catch/Race
Fídel - Who Gives A Rat/The Great Skua
Brain Police - Jacussy Suzy
Hljómsveitin ÉG - Geitungarnir mínir
Rúnk - Klapparstígur/Atlavík 84
Buff - Gringó/Glerbrot