Árið er

Árið er 2002 - seinni hluti

Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.

Quarashi treður upp á tónleikum á hverjum degi og Jinx heillar amerísk ungmenni. Bubbi vaknar við Gróttu með sól morgni, Hera Hjartardóttir flýgur yfir hálfan hnöttinn og stelur senunni en Dikta borðar yfir sig af bleikum sjeik. Apparat Organ Quartett spilar rokk og ról í steríó, Emilíana Torrini leggur Gollum orð í munn og Santiago vekur bjartar vonir. Búdrýgindi bera sigur úr býtum í Músíktilraunum, Einar Tönsberg útskrifast með Lorien í Englandi og Skárren ekkert breytist í SKE. Í svörtum fötum fer sigurför um landið og spilar og syngur dag sem dimma nátt en Sign leitar rauðu ljósi. Rappbylgja skellur á landinu. Bæjarins bestu halda sig í klúbbnum, Móri segist vera atvinnukrimmi og XXX Rottweilerhundar skulda. Múm föndrar grasi vaxin göng, KK syngur í paradís og englar himins grétu í dag en ástin vex á trjánum hjá Valgeiri Guðjóns.

Meðal viðmælenda í 24. þættinum, þar sem haldið verður áfram fjalla um íslenska tónlistarárið 2002, eru Sölvi Blöndal, Emilíana Torrini, Bubbi Morthens, Hera Hjartardóttir, Haukur Heiðar Hauksson, Franz Gunnarsson, Ágúst Bent Sigbertsson, Erpur Eyvindarson, Kjartan Kjartansson, Einar Örn Jónsson, Guðmundur Steingrímsson, Frank Hall og Kristján Kristjánsson.

Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum er á dagskrá á laugardögum á Rás 2 og þættirnir eru endurfluttir á sunnudagskvöldum.

Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Árið er

Árið er

Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.

Þættir

,