Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Svala Björgvins skrifar undir risasamning í Ameríku og Leaves fær samningstilboð frá stærstu nöfnunum í tónlistarbransanum. Björk selur tvær milljónir af Vespertine, Sigur Rós fer umhverfis jörðina á 250 dögum og Trabant selur sig á auglýsingamarkaðnum. XXX Rottweilerhundar gelta hátt og Páll Óskar og Monika sofna ekki í nótt en Quarashi og Botnleðja troða upp með Melabandinu. Magni Ásgeirsson er spenntur Á móti sól, Birta breytist í engil og lendir í næstneðsta sæti á Parken en Egill Ólafs finnur nýjan engil. Sálin leitar logandi ljósi að söngleik, Milljónamæringarnir ferðast með Mambólestinni en Herbert svarar á íslenskri tungu. Fabúla skilur eftir kossafar á ilinni og lífið er yndislegt.
Meðal viðmælenda í 22. þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 2001 er tekið fyrir, eru Magni Ásgeirs, Einar Bárðar, Birgitta Haukdal, Björk, Hreimur Örn, Fabúla, Kiddi Hjálmur, Svala Björgvins, Björgvin Hallldórs, Viðar Hákonar, Þorvaldur Gröndal, Erpur Eyvindar, Ágúst Bent, Einar Örn Jónsson, Jóhanna Guðrún, Halli Gísla, Óttar Proppé, Gummi Jóns, Stebbi Hilmars, Páll Óskar, Ragnar Sólberg, Egill Rafnsson, Sölvi Blöndal og Höskuldur Ólafsson.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
Á móti sól - Ég er til/Spenntur
Gunni Óla & Kristján Gíslason - Birta
Two Tricky - Angel
Herbert Guðmundsson - Svaraðu
Írafár - Eldur í mér/Fingur
Björgvin Halldórsson - Lennon
Björk - Hidden Place/Pagan Poetry
Hreimur - Lífið er yndislegt
Bubbi Morthens - Þú mátt kalla það ást/Nýbúinn
Fabúla - Röddin þín/Kossafar á ilinni
Sigur Rós & Steindór Andersen á Galdrahátíð á Ströndum
Tvíhöfði - Sigur Rósar lagið
Fálkar - Flugufrelsarinn
Svala Björgvins - Falling/The Real Me
Trabant - Moment Of Truth/Superman/Puppy Eyes
Leaves - Deep Blue/Breathe
Geirfuglarnir - Konan/Vertu mér hjá
XXX Rottweiler hundar - Sönn íslensk sakamál/Hí á þig/XXX/Bent nálgast
Í svörtum fötum - Nakinn
Jagúar - Sumargyðjan
Jóhanna Guðrún - Ég sjálf
Milljónamæringarnir - Mambólestin/Smells Like Teen Spirit
Ham - Partýbær
Sálin hans Jóns míns - Flæði/Ég var þar/Á nýjum stað
Egill Ólafsson - Móðir/Þórdís
Nýdönsk - Lærðu að ljúga
Páll Óskar & Monika - Sonnetta 154
Hljómar - Ég elska alla
Sign -Cassandra/Sektarkennd
Land & synir - Blowing U Up
Land og Synir - Losing Joanna
Úlpa - Dinzl
Url - Þröngsýni
Quarashi - Úrsúlugjá/Baseline/Transparent Parents
Védís Hervör - Dont Talk