Morgunútvarpið

Ólympíuleikarnir, staðan á Reykjanesi, Snjallræði, 30 ára afmælishátíð Gerðarsafns og Sameinumst á Ströndum

styttast Ólympíuleikarnir í París í annan endann. Ýmislegt hefur ratað í umræðuna í tengslum við leikana og hafa þar ef til vill fréttir í tengslum við alsírsku hnefaleikakonuna Imane Khelif verið hvað mest áberandi undanfarið. Henni var meinuð þátttaka á HM í fyrra eftir hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins sem skipuleggur heimsmeistaramótið, þó ekki alveg á hreinu hvað felist í þessu kynjaprófi. Sambandið kemur ekki skipulagningu Ólympíuleikana og þar Khelif sannarlega keppa - og Alþjóðaólympíunefndin segir ekki nokkurn vafa á því hún kona. Við heyrðum í Andra Stefánssyni, framkvæmdastjóra Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, og ræddum þetta. Við spjölluðum líka við hann um fleira í tengslum við Ólympíuleikana; utanumhaldið, hvað framundan og íslenska hópinn.

Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands leit við hjá okkur og útskýrði stöðuna á Reykjanesi núna. Þar geta hlutirnir breyst hratt og búist við atburðarás verði snörp þegar fer gjósa.

Snjallræði, vaxtarrými um samfélagslega nýsköpun er haldið í sjötta sinn. Markmiðið er styðja við nýsköpunarteymi sem vilja láta gott af sér leiða og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. En hvað nákvæmlega er Snjallræði? Oddur Sturluson, verkefnastjóri Snjallræðis, kom til okkar.

Gerðarsafn er 30 ára og blæs í tilefni af því til afmælishátíðar í dag. Sýningin Hamskipti opnar, en sýningin varpar ljósi á arfleifð Gerðar Helgadóttur í íslenskri myndlist. Samhliða verður opnaður skúlptúrgarður við vestanvert Gerðarsafn með þremur listaverkum eftir Gerði. Þetta tvennt er ekki allt, heldur kemur einnig út bók sem fer yfir listferil Gerðar. Við slógum á þráðinn til Cecilie Cedet Gaihede sýningarstjóra sem einnig ritstýrir bókinni.

Bæjarhátíðin Sameinumst á Ströndum fer fram á Hólmavík um helgina. Hátíðin er í raun nýsköpunarverkefni í anda Fiskidagsins mikla á Dalvík. Ragnheiður Ingimundardóttir sagði okkur meira um þessa glænýju hátíð.

Lagalisti:

Una Torfadóttir - Það sýnir sig

David Bowie - Golden years

Jamiroquai - Little L

Magic! - Rude

Benjamin Ingrosso - Look who's laughing now

Emmsjé Gauti, Björn Jörundur Friðbjörnsson og Fjallabræður - Fullkominn dagur til kveikja í sér

Soft Cell - Tainted Love

Chappell Roan - Good Luck, Babe!

Simon and Garfunkel - Cecilia

Freddie Mercury - The Great Pretender

Bubbi Morthens - Afgan

Frumflutt

8. ágúst 2024

Aðgengilegt til

8. ágúst 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,