Morgunútvarpið

Staðan í Úkraínu og Rússlandi, hettusótt, fjármál Trumps, íþróttir og engin aldurstakmörk.

Í vikunni verða liðin tvö ár síðan Rússlandsher réðst inn í Úkraínu úr öllum áttum. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari búsettur í Kyiv, var á línunni hjá okkur í upphafi þáttar og fór yfir þróun stríðsins þar í landi, en Rússlandsforseti hrósaði rússneska hernum fyrir yfirtöku úkraínsku borgarinnar Avdiivka um helgina.

Við héldum áfram á þeim slóðum og ræddum stöðuna við Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fræddi okkur um hettusótt, mislinga og bólusetningu.

Við ræddum fjárhag Trumps og himinháa sekt sem honum hefur verið gert greiða, við Ásgeiri Brynjari Torfasyni hagfræðingi og ritstjóra Vísbendingar.

Íþróttir verða á sínum stað. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður kíkti til okkar.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom í lok þáttar segja okkur frá frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum varðandi aldursmörk.

Tónlist:

Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.

Valdimar - Yfirgefinn.

Björk Guðmundsdóttir, Rosalia - Oral.

The Smiths - This Charming Man.

Metronomy- The Look.

Hall & Oates - Maneater.

Frumflutt

19. feb. 2024

Aðgengilegt til

18. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,