Morgunútvarpið

22. des. - Skíði, jólatré, skautasvell, fréttaspjall, píla

Við byrjuðum daginn á því taka stöðuna í Hlíðarfjalli en til stendur opna skíðasvæðið í dag. Við heyrðum í Brynjari Helga Ásgeirssyni forstöðumanni.

Margir nota daginn í dag eða á morgun til kaupa jólatré, en margir hafa líka tryggt sér tré þegar. Til okkar kom Ragnhildur Freysteinsdóttir, umhverfisfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands, og sagði okkur hvað hafa ber í huga við val á jólatré og líka hvernig er best halda því lifandi innandyra yfir hátíðina.

Áhugafólk um skautaíþróttina á Vopnafirði hefur tekið sig til og útbúið góða aðstöðu fyrir skautafólk. Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir er ein þeirra sem hafa tekið þátt í þessu verkefni og vakað fram á nætur við sprauta vatni á svellið. Við hringdum austur og heyrðum af þessu skemmtilega verkefni.

Þeir bræður Gunnar og Ásmundur Helgason voru gestir okkar í fréttum vikunnar sem þessu sinni voru nokkurs konar jólafréttir vikunnar, en þeir bræður hafa haft í nógu snúast á aðventunni.

Vinsældir pílu íþróttarinnar hér á landi hafa farið vaxandi og iðulega mikið gera á stöðum sem bjóða uppá píluspjöld til almennrar notkunar. Þessa dagana er líka HM í pílu í fullum gangi í Lundúnum og stendur keppnin til 3. janúar. Páll Sævar Guðjónsson lýsir keppninni á Stöð2 sport þessa dagana og hann fór yfir málin með okkur.

Tónlist:

Prins Póló og Gosar - Jólakveðja.

Kacey Musgraves og Leon Bridges - Present without a bow.

Ragnhildur Gísladóttir - Lítið jólalag.

Stefán Hilmarsson og Jón Jónsson - Jólin (þau eru á hverju ári).

Bjarni Arason - Allt er gott um jólin.

Friðrik Dór og Jón Jónsson - Jólabróðir.

Baggalútur - Ég kemst í jólafíling.

Patrik og Luigi - Prettyboi um jólin.

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

21. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,