Björn Teitsson, borgarfræðingur, var gestur okkar, en hann skrifaði grein í Heimildina á dögunum um Big Box væðingu matvöruverslana og óvéfengjanleg lífsgæði hverfisverslana. Við ræddum við hann um ásýnd nýrra verslana, arkitektúr og áhrif á notendur.
Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi, var svo hjá okkur venju samkvæmt, en í þetta skiptið ræddum við stöðu samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, og áhrif þess að nokkur stórfyrirtæki eru hætt að kaupa auglýsingar á miðlinum.
Umræða hefur skapast um það hvort réttlætanlegt sé að taka þátt í Eurovision verði Ísraelum ekki vísað úr keppni líkt og Rússum þegar þeir réðust inn í Úkraínu. Útvarpsstjóri hefur sagt RÚV muni taka þátt. Stjórn FTT, félags tónskálda og textahöfunda, skorar á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision árið 2024 nema Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni á sömu forsendum og Rússum í síðustu keppni. Við töluðum við Braga Valdimar Skúlason formann FTT.
Ísland leikur um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta síðdegis í dag. Við spjölluðum við Helgu Margréti Höskuldsdóttur, íþróttafréttakonu, um leikinn framundan og mikilvægi hans.
Adriana Karolina Pétursdóttir, formaður Félags mannauðsfólks, var gestur okkar í lok þáttar. Við ræddum jólagjafir og jólabónusa fyrirtækja, hvernig best sé að snúa sér í þeim málum.
Lagalisti:
Sigur Rós - Við spilum endalaust.
REDBONE - Come And Get Your Love.
STÓRSV.REYKJAVÍKUR & BOGOMIL FONT - Ert Þetta Þú Jólasveinn.
Laufey, Jones, Norah - Have Yourself A Merry Little Christmas.
ELVIS PRESLEY - Blue Christmas.
ELTON JOHN - Philadelphia freedom.
HURTS - All I Want For Christmas Is New Year's Day.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?
THE POGUES & KIRSTY MCCOLL - Fairytale Of New York.
DARLENE LOVE - Christmas (Baby Please Come Home).