Töluverð ólga hefur verið í írsku samfélagi síðustu mánuði og nú íhugar bardagakappinn Conor McGregor það alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta landsins en hann hefur orðið pólítískari í skrifum sínum á samfélagsmiðlum að undanförnu, og hefur meðal annars gagnrýnt innflytjendastefnu stjórnvalda. Við ræddum við Sólveigu Jónsdóttur, stjórnmálafræðing, um stöðuna á Írlandi og hvort McGregor verði hinn írski Trump, eins og nokkrir greinahöfundar hafa fært rök fyrir.
317 sinnum gripu lögregla eða hérðssaksóknari til símahlustana eða hlerana við rannsókn mála í fyrra. Það er nokkur fjölgun frá því árið áður en þó hefur fjöldinn sést meiri á árunum 2018-2020. Við ræddum við Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar um símahleranir og fleira.
Niðurstöður nýrrar PISA -könnunar sem kynnt var í gær eru nokkuð sláandi. Fjörutíu prósent fimmtán ára nemenda hér á landi skortir grunnhæfni í lesskilningi og hlutfall nemenda sem búa yfir grunnhæfni hefur lækkað um 14 prósent frá síðustu könnun. Við stöndum mun ver að vígi heldur en jafnt önnur OECD ríki og hin norðurlöndin. Við ræddum málin við Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambands Íslands.
Fjallað var um nýja umdeilda aðferð við líffæraflutninga í Bandaríkjunum á Vísi í gær en þar var spurt: hvenær er maður dáinn, því nú hafa skurðlæknar komist að því að hægt sé að varðveita hjörtu með því að koma þeim aftur af stað eftir að sjúklingar hafa verið úrskurðaðir látnir. Hér er mögulega verið að kollvarpa skilgreinungunni á dauða. Þá var fjallað um að verið væri að gefa fólki aukið vægi í að samþykkja líffæragjafir fyrir aðstandendur sem eru í dauðadái og von á bata nánast engin, og læknar spyrja hvort líffæragjöf megi vera ástæða dauða gjafans. Við ræddum þessar áleitnu siðfræðilegu spurningar við Vilhjálm Árnason, prófessor emiritus í heimspeki.
Í Kveik í gær var fjallað um stöðu íslensku krónunnar, óstöðugleika og þau fyrirtæki sem hafa fengið heimild til að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Við ræddum við Jón Steindór Valdimarsson, formann Evrópuhreyfingarinnar og fyrrverandi Alþingismann, um það sem fram kom í þættinum, ójöfnuð milli fyrirtækja og heimila í þessum málum og aðra valmöguleika.
Lagalisti:
BJÖRK & ROSALIA - Oral.
MANIC STREET PREACHERS - A Design for Life.
JÓLAGÓSS - Er líða fer að jólum
RAVEN & RÚN - Handan við hafið.
JONA LEWIS - Stop the cavalry.
X AMBASSADORS - Renegades.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Jól á hafinu.
SPRENGJUHÖLLIN - Tímarnir okkar.
ÚLFUR ÚLFUR - Þú hér (Explicit).
PRINS PÓLÓ - Eigum við að halda jól?.