Morgunútvarpið

29. nóv. - Hjól, vinnumarkaður, fjármál, ópera, skólp, stjórnmálastíll

Hjólreiðar hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, bæði til líkamsræktar og sem ferðamáti, ekki síst í Covid. hafa Arna og Búi Bjarmar Aðalsteinsson sett í loftið hlaðvarp undir nafninu Hjólavarpið þar sem afrekskonan Arna leiðir Búa af stað í hjólreiðum en hann er nýliði en langar hjóla 200 km hring í kringum Heklu. Í þáttunum taka þau ýmsar hliðar hjólreiðanna fyrir og við fengum þau Örnu og Búa í morgunkaffi og hjólaspjall.

Konur minnka í mun meiri mæli starfshlutfall sitt til samræma betur vinnu og heimilislíf, lengja frekar fæðingarorlof og bera mun meiri ábyrgð á samskiptum við skóla barna samkvæmt niðurstöðum úr spurningakönnun Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Það hefur mikil áhrif á tekjumöguleika þeirra en atvinnutekjur kvenna er 21% lægri á ársgrundvelli en karla samkvæmt Hagstofunni. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu fór yfir niðurstöðurnar með okkur.

Björn Berg Gunnarsson spáði í lífeyrissjóðsmál og hvernig best haga undirbúningi eftirlaunaáranna.

Við kynntum okkur nýja kammeróperu um Hans og Grétu. Þau Guðmundur Felixson leikstjóri og Jóna G. Kolbrúnardóttir söngkona og ein stofnenda Kammeróperunnar sögðu okkur meira af því ævintýri.

Í Morgunblaðinu í gær voru skólphreinsimál sögð hafa verið í lamasessi frá því nýjar reglur tóku gildi árið 1999. Fram kom Ísland 30 árum á eftir öðrum þjóðum í fráveitumálum, 88 prósent sveitarfélaga með 2000 íbúa eða fleiri uppfylli ekki skilyrði laga um lágmarkshreinsun á skólpi. Við ræddum þessa stöðu við Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Frambjóðendur lengst til hægri í stjórnmálum hafa átt velgengni fagna undanfarið og hafa vakið talsverða athygli, m.a. fyrir framkomu sína, og þ.á.m. hárgreiðslur sem þykja kannski ekki í takt við helstu tískustrauma eða hefðbundnari greiðslur stjórnmálafólks. Nefna Geert Wilders sem vann sigur í þingkosningum í Hollandi nýlega og Javier Milei, nýjan forseta Argentínu, en einnig nefna Donald Trump og Boris Johnson. Við ræddum karaktervæðingu stjórnmálafólks við Andrés Jónsson, almannatengil.

Tónlist:

Stuðmenn - Út á stoppistöð.

Axel Flóvent - When the sun goes down.

The Rolling Stones - Angry.

Bubbi og Katrín Halldóra - Án þín.

Phil Collins - In the air tonight.

Celebs - I love my siblings.

The Stranglers - No more heroes.

The Beatles - Elenor Rigby.

Frumflutt

29. nóv. 2023

Aðgengilegt til

28. nóv. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,