Við sjávarsíðuna

Húni II

Fjallað er um Húna II, stærsta íslenska eikarskipið sem enn er á floti og í notkun. Skagstrendingurinn Þorvaldur Skaftason bjargaði skipinu frá eyðileggingu með því kaupa það vélarlaust og illa til reika á tíu krónur austur á Seyðisfirði. Þorvaldur gerði skipið upp, setti í það nýja vél og rak Húna sem hvalaskoðunarskip í nokkur ár, lengst frá Hafnarfirði. Reksturinn var erfiður og Þorvaldur kom skipinu í hendurnar á áhugamönnum á Akureyri sem vildu taka skipið sér. Með góðum styrkjum var skipið keypt og afhent Iðnaðarsafninu á Akureyri en Hollvinafélag Húna rekur það í sjálfboðavinnu. Í þættinum heyrist í Þorsteini Péturssyni, skipasmið og fyrrverandi lögreglumanni, sem er einn af framámönnum Hollvinafélagsins, en einnig er rætt við nokkra aðra duglega félaga sem halda bátnum við og sigla honum. Þeir voru heimsóttir um borð í Húna þegar hann var í slipp á Akureyri fyrir páskana 2012.

Frumflutt

14. apríl 2012

Aðgengilegt til

4. nóv. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,