Við sjávarsíðuna

Drangey og Húsavík

Flutt er viðtal sem tekið var við Jón Eiríksson], bónda í Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði, sumarið 2002. Þá var verið steypa undirstöður fyrir nýja bryggju í Drangey því brimið hafði tekið gömlu bryggjuna um veturinn. Jón segir frá bryggjusmíðinni og hvernig sjórinn nagar stöðugt af eyjunni og breytir henni. Jón er á síðari árum frægur fyrir siglingar sínar með ferðafólk út í Drangey en kynntist á árum áður þeirri fornu hefð nýta fugl og egg í Drangey. Eyjan var kölluð vorbæra Skagfirðinga því þar mátti sækja mat þegar lítið var orðið eftir í búrum fólks eftir langan vetur. Jón ræðir um sigið sem hefur mestu lagst af í eynni, segir sögur af Gretti og ýmislegt fleira. Síðan er rætt við Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi útgerðarmann og alþingismann. Jón Ármann ólst upp á Húsavík um og fyrir seinna stríð og segir frá lífinu á þeim árum, klæðnaði barnanna, leikjum þeirra við sjóinn, hvernig hann fór róa um fermingu með föður sínum, hann segir frá áhrifum mannskaða á sjó á líf fólksins, fátæktinni á kreppuárunum þegar það sem sjórinn gaf var mjög dýrmætt, mikilli síldarvöðu árið 1944 og fleiru.

Frumflutt

25. feb. 2012

Aðgengilegt til

25. sept. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,