Við sjávarsíðuna

Krókaleið á Snæfellsnesi

Rætt er við nokkra Snæfellinga um Krókaverkefnið svokallaða, samvinnuverkefni á Snæfellsnesi sem fólst í því leiða saman fólk í ferðaþjónustu og skyldum greinum til miðla því sem strandmenning Snæfellsness hefur bjóða. Rætt er við Margréti Björk Björnsdóttur, atvinnuráðgjafa í Snæfellsbæ, um verkefnið sjálft sem naut m.a. styrks Nýsköpunarsjóðs. Þá segir Jenný Guðmundsdóttir frá Sjávarsafninu í Ólafsvík þar sem hún hefur ásamt fleira áhugafólki komið upp búrum með lifandi fiskum og öðrum sjávardýrum, safnað saman ýmsum munum sem tengjast sjómennsku og sjósókn og sumarið 2011 var rekin í safninu Sjávarkistan, fiskbúð með ýmsum afurðum matvælafyrirtækja á Snæfellsnesi. Því næst er rætt við Ólínu Gunnlaugsdóttur á Ökrum sem tekið hefur Félagsheimilið Snæfell á Arnarstapa á leigu og er byggja þar upp ferðaþjónustu með matsölu, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og safni sem einkum á sýna muni frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Ólína segir frá lífinu á Arnarstapa og Hellnum fyrr og nú, ræðir um smábátaútgerðina og ýmis einkenni staðarins, meðal annars í matarmenningu. Loks er komið við í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði þar sem Ingi Hans Jónsson hefur byggt upp skemmtilegt safn um snæfellska sögu, meðal annars um sögu lífsins við sjávarsíðuna. Hann telur bátavélin það sem kom Íslendingum frá fátækt gamla samfélagsins yfir í allsnægtir nútímans.

Frumflutt

31. des. 2011

Aðgengilegt til

31. júlí 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,