Við sjávarsíðuna

Síldarrannsóknir Jakobs Jakobssonar

Rætt er við Jakob Jakobsson, fiskifræðing og fyrrverandi forstjóra Hafrannsóknarstofnunar, sem segir frá því þegar hann fór á fund Árna Friðrikssonar fiskifélagsstjóra til ráðleggingar um nám í fiskifræði. Árni vildi ekki Jakob færi til Noregs eins og hann hafði ætlað sér því hann vildi fiskifræðingar sæktu sér menntun víðar. Því fór Jakob til Bretlands en upphaf síldarrannsókna hans var strax sumarið 1952, í upphafi námsferlis Jakobs í fiskifræðinni. Þá tók hann sér síldarmerkingar á bát föður síns, Auðbjörgu NK. Síðan er nafn Jakobs nátengt síld og síldarrannsóknum og fáir þekkja betur en hann íslenska síldarsögu á síðari hluta tuttugustu aldar. Jakob segir frá síldarmerkingum, hvaða þýðingu þær höfðu til sýna fram á tilvist norsk-íslenska síldarstofnsins og göngur síldarinnar kringum landið, hvernig menn björguðu þessum verðmæta stofni frá útrýmingu og fleira. Minnst er á samstöðu íslenskra síldarskipstjóra og hvernig þeir leiðbeindu hver öðrum við veiðarnar, til dæmis þegar sumir voru komnir með asdikkið svokallaða, fiskileitartæki sem sýndi hvar torfurnar voru í sjónum.

Frumflutt

14. jan. 2012

Aðgengilegt til

14. ágúst 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,