Við sjávarsíðuna

Seyðisfjörður um og fyrir stríð

Rætt er við Einar J. Vilhjálmsson, fyrrverandi tollvörð í Garðabæ. Hann er Seyðfirðingur uppruna og segir í þættinum frá sjómennsku, útgerð og fiskvinnslu á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Einar ræðir um Samvinnubátana svokölluðu, dönsku eikarbátana sem voru betur smíðaðir og sterkari en norsku furubátarnir, segir frá fyrstu launuðu vinnunni sinni þegar hann hjálpaði ömmu sinni við hreinsa og þurrka sundmaga og hvernig hann eignaðist ungur árabát og byssu og fór á bæði fiskveiðar og fuglaveiðar. Fiskinn seldi hann til dæmis hermönnunum sem voru margir í stríðinu. Rætt er um stríðið og Einar segir frá loftárásum á olíubirgðaskipið El Grillo sem þýskar flugvélar vörpuðu sprengjum á. Hann man þegar skipið sökk og var sjálfur einn af þeim sem fiskuðu góss úr skipinu, ýmsan varning sem flaut á firðinum, kassa með slökkvitækjum en dýrmætastar voru bensín- og olíutunnurnar. Einar segir frá sjávarbýlinu Hrólfi sem var afbýli frá Sörlastöðum sem eru sunnan fjarðar í Seyðisfirði nokkru utan við kaupstaðinn. Þar var bæði búskapur og útgerð með fiskvinnslu. Einar lýsir sjóhúsinu og útgerðinni, bátnum sem faðir hans gerði út og réð formenn til róa honum ásamt áhöfn.

Frumflutt

28. jan. 2012

Aðgengilegt til

28. ágúst 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,