Uppvöxtur í tveimur vitum og rannsókn á sjómannalögum
Rætt er við Helgu Erlu Erlendsdóttur, kennara og skólastjóra á Borgarfirði eystra, sem ólst upp í tveimur vitum, fyrst á Siglunesi við Siglufjörð og síðan á Dalatanga milli Mjóafjarðar og Seyðisfjarðar. Helga segir frá lífinu á þessum stöðum, skólanámi sem var bæði í farskóla og heimavist á Siglufirði. Móðir hennar er þýsk og Helga segir frá lítils háttar nuddi sem þau systkin urðu fyrir á Siglufirði vegna þess, rætt er um hvernig matar var aflað með búskap, grænmetisrækt og sjósókn, Helga segir frá hafísvetrum, veðurathugunum, baráttunni við sjóinn og önnur náttúruöfl og fleira. Einnig er rætt við Rósu Margréti Húnadóttur, þjóðfræðing og safnvörð á Síldarminjasafninu á Siglufirði. Hún rannsakaði sjómannalög sem lokaverkefni í þjóðfræði frá Háskóla Íslands.