Tvær konur á Siglufirði eru heimsóttar og muna báðar tímana tvenna. Farið er í heimsókn til gamallar sjómannskonu, Guðnýju Friðfinnsdóttur. Hún var orðin fjögurra barna móðir 25 ára gömul, eiginmaðurinn alltaf á sjónum og staldraði stutt við í landi. Þá var gjarnan slett úr klaufunum þannig að Guðný og börnin höfðu sáralítið af heimilisföðurnum að segja. Guðný sagði frá tilveru sjómannskonunnar á árum áður, siglingu til meginlandsnis með afla og fleiru. Einnig er rætt við símadömuna Halldóru Jónsdóttur. Hún heyrði atganginn á síldarplaninu strax í móðurkviði og var farin að hjálpa móður sinni við söltunina fjögurra til fimm ára gömul. Hún lærði öll handtökin og vann við söltun um hríð en síðan lengi á símstöðinni á Siglufirði löngu fyrir tíma sjálfvirks síma, hvað þá farsíma. Oft voru biðraðir langar eftir símtölum þegar fólkið var flest í síldinni á Siglufirði. Umsjón: Pétur Halldórsson.