Farið er í heimsókn til Hildibrands Bjarnasonar, bónda í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Hildibrandur segir sögu staðarins frá fornu fari til nútímans, þátt erlendra kaupmanna og sjómanna í þessari sögu í aldanna rás, farið er í kirkjuna sem á sér merka sögu og geymir merka gripi og loks í strandminjasafn Hildibrands. Rætt er við Trausta Einarsson sagnfræðing um hvalveiðar Baska hér við land og sagt frá fornleifarannsóknum í Hveravík á Ströndum þar sem var hvalveiðistöð á 17. öld, líklega á vegum Baska. Loks er sagt frá eyðibyggðinni á Látraströnd við austanverðan Eyjafjörð þar sem voru mörg sjávarbýli fram á síðustu öld. Rætt er við Ásmund Hreiðar Kristinsson, bónda í Höfða í Grýtubakkahreppi, sem man eftir sér í frumbernsku þegar fjölskylda hans bjó í Hringsdal á Látraströnd.