Við sjávarsíðuna

Jón Ármann Héðinsson frá Húsavík

Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi sjómaður, útgerðarmaður og þingmaður með meiru, segir frá því þegar hann byrjaði ungur á sjó með föður sínum en fór fljótlega huga eigin útgerð, fyrst á árabátum og svo á stærri bátum og skipum. Jón stofnaði um 1954 ásamt Maríusi bróður sínum útgerðarfyrirtækið Hreifa sem gerði út tvö stálskip með nafninu Héðinn, hvort á eftir öðru. Jón Ármann segir frá síldveiðunum, tvílembingum og þrílembingum sem svo voru kallaðir, litlir síldarbátar sem unnu saman veiðunum, einnig frá stærri síldarskipunum og snurpubátunum. Rætt er um stríðsárin á Húsavík. Hernaðarbröltið var ekki mjög áberandi þar en á þeim árum var mikið hlustað á útvarpið og á talstöðvasamskipti sjómanna á hafi úti, meðal annars komið saman hjá skósmiðum bæjarins þar sem bæði voru útvarpstæki og talstöðvar til hlusta á. Minnst er á Binna í Gröf sem var atkvæðamikill á Húsavík á þessum árum og Færeyinga sem þar komu líka á skipum sínum, Jón Ármann ræðir um nýtingu sjófugla og rjúpu og ræðir um eðlilega nýtingu þess sem sjórinn gefur.

Frumflutt

3. mars 2012

Aðgengilegt til

2. okt. 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,