Svona er þetta

Ásmundur Stefánsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur. Ásmundur sendi nýlega frá sér þýðingu á riti eftir danska fræðimanninn Frederik Stjernfelt sem heitir Sjö goðsagnir um Lúther. Í ritinu er leitast við fletta ofan af ýmsum goðsögnum um Martein Lúther, upphafsmann mótmælendahreyfingarinnar innan rómversk kaþólsku kirkjunnar sem þróaðist í evangelísku lúthersku kirkjuna. Goðsagnirnar sem átt er við eru meðal annars þær Lúther hafi komið á trúfrelsi, tjáningarfrelsi og frjálsri hugsun, Lúther hafi skilið á milli ríkis og kirkju, Lúther hafi stuðlað því lýðræði spratt upp og Gyðingahatur Lúthers hafi ekki haft nein áhrif. Rætt er við Ásmund um þetta forvitnilega rit sem hefur vakið sterk viðbrgöð í Danmörku og goðsagnirnar sem það ræðst gegn, en í lok þáttar er Ásmundur líka spurður stuttlega út í þau verkefni sem blasa við í íslenskum efnahagsmálum.

Frumflutt

3. okt. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,