Svona er þetta

Silja Bára Ómarsdóttir

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, en rætt er við hana um fyrstu hundrað dagana í valdatíð Joe Bidens, Bandaríkjaforseta. Biden hefur ekki setið auðum höndum en ólíkt Trump er hann ekki í fréttum á hverjum einasta degi. Viðbrögðin við þessum fyrstu hundrað dögum lýsa meðal annars ákveðnum létti yfir því embætti forseta Bandaríkjanna hafi aftur verið fært í samt horf eftir útúrdúrinn með Trump. En hvað hefur Biden verið sýsla? Silja Bára hefur fylgst vel með því og í þættinum ætlum við fara yfir helstu verk hins nýja forseta, áskoranir hans, átök hans við faraldurinn og stefnubreytingu til vinstri sem sumir sjá.

Frumflutt

2. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,