Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Rúnar Helgi Vignisson, prófessor í ritlist við Háskóla Íslands. Rúnar Helgi hefur stýrt ritlistarnámi við Háskólann um nokkra hríð og á síðustu árum eru rithöfundar, sem hafa lokið þessu námi, farnir að ryðja sér til rúms með áberandi hætti í íslensku bókmenntalífi. Rætt er við Rúnar Helga um ritlistarnámið, hvernig höfundum það skilar og hvernig bókmenntum. En einnig er rædd afar forvitnilega grein sem Rúnar Helgi birti í Tímariti Máls og menningar um útilokunarmenningu eða svokallaða slaufun sem fer fyrst og fremst fram á samfélagsmiðlum í formi hópsmánunar á einstaklingum. Nýleg dæmi eru ófá en Rúnar Helgi varar við þessum skærum á netinu.
Frumflutt
20. júní 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Svona er þetta
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.