Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur sem samnefnd leiksýning sem nú er á fjölunum í Þjóðleikhúsinu er byggð á. Bókin er sjálfsævisöguleg og er frásögn af falli og risi manns sem einu sinni var greindur með geðhvörf. Héðinn hefur verið gagnrýnin á margt í heilbrigðiskerfinu og hefur átt þátt í því að opna umræðuna um geðheilbrigðismál hérlendis. Hann hefur starfað sem sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og hjá alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni en á síðustu árum hefur hann starfað sem stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu. Héðinn hefur með störfum sínum haft áhrif á stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum á undanförnum árum. Rætt er við Héðinn um sögu hans, sýninguna, umræðuna, fordómana, stöðuna í geðheilbrigðismálum í dag, lyfjagjöf og vísindalega þekkingu á vitund okkar og geði.
Frumflutt
28. mars 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Svona er þetta
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.