Svona er þetta

Hulda Þórisdóttir

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur. Fyrir rúmri viku var skotið úr riffli á bíl borgarstjórans í Reykjavík, Dags B. Eggertssonar. Stuttu áður hafði verið hleypt af riffli á húsnæði Samfylkingarinnar í borginni og reyndar hefur verið skotið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka. Spurningar vakna um það hvort hatursfull orðræða sem fólk upplifir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafi þessi áhrif. Í stjórnmálasálfræði er fjallað um bæði áhrif sálrænna þátta á stjórnmálahegðun og áhrif stjórnmálakerfa á hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks. Rætt er við Huldu um þessa hluti en einnig um til dæmis áhrif hrunsins á íslensk stjórnmál.

Frumflutt

7. feb. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,