Svona er þetta

Þorleifur Örn Arnarsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er ?Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri. Þorleifur hefur náð miklum árangri sem leikstjóri í Evrópu á síðustu árum og starfar í leikhúsum víða um álfuna. Hann var nýlega útnefndur leikstjóri ársins í Þýskalandi. Á undanförnum árum hefur hann svo sett upp forvitnilegar og margverðlaunaðar sýningar hérlendis. Meðal nýlegra sýninga hans eru Englar alheimsins, Njála og Guð blessi Ísland en um liðna helgi frumsýndi hann Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu. Rætt er við Þorleif um Rómeó og Júlíu, leikhúsið, aðferðir hans og nálgun.

Frumflutt

12. sept. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,