Svona er þetta

María Rún Bjarnadóttir

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur. María Rún er höfundur skýrslu um kynferðislega friðhelgi sem kom út í fyrra og sömuleiðis skrifaði hún frumvarp dómsmálaráðherra sem varð lögum um kynferðislega friðhelgi í febrúar síðastliðnum. Hún vinnur doktorsritgerð þar sem hún rannsakar áhrif tækniframþróunar á mannréttindaskuldbindingar ríkja, með sérstakri áherslu á mörk friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsis. Samhliða doktorsnáminu hefur María sinnt lögfræðilegri ráðgjöf fyrir stjórnvöld, félagasamtök og alþjóðlegar stofnanir um samspil tækni og mannréttinda, bæði hvað varðar réttindi einstaklinga og stöðu lýðræðislegra innviða. Þá hefur hún stundað lögfræðilegar rannsóknir á sviði kynjajafnréttis. Rætt er við Maríu Rún um ýmsar hliðar metoo-bylgjunnar sem gengur yfir hér á landi, um mörk af ýmsu tagi sem þar er talað um, um það hvað hægt gera með frekari lagasetningu eða aðgerðum innan kerfisins til þess bregðast við og um kynferðislega friðhelgi í ljósi aukinnar tækninotkunar, til dæmis á samfélagsmiðlum.

Frumflutt

16. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,