Svona er þetta

Ástráður Eysteinsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ástráður Eysteinsson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands. ,,Það hefur engum liðið svona," sagði gagnrýnandi Kiljunnar um skáldsögu Peters Handke, Hið stutta bréf og hin langa kveðja. Af þessum orðum gagnrýnandans spratt stutt en forvitnileg umræða á Facebook um bókmenntamat, um skáldskap Peters Handke sem meðal annars var kenndur við módernisma, um gildi tilrauna í bókmenntum og listum, um kröfuna um bókmenntir séu bara ,,fílgúdd dútl", eins og það var kallað, og skort á nennu og áhuga gagnrýnenda á rýna í hugmyndir höfunda, fagurfræði og beitingu tungumáls. Rætt er við Ástráð um ýmsa hluti sem koma fram í þessari umræðu eða tengjast henni, módernismann, upphaf hans og hugsanlegan endi, tilraunir í bókmenntum, raunsæið og raunsæiskröfuna, strauma og stefnur í bókmenntum á þessari öld og um bókmenntir sem áskorun fyrir lesendur og gagnrýnendur.

Frumflutt

9. maí 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,