Svona er þetta

Ólafur Ragnar Grímsson

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, en hann sendi nýlega frá sér bók sem vakið hefur athygli en í henni segir hann einkum sögur af ýmsu því fólki sem hann hefur starfað með eða átt í samskiptum við í gegnum árin. Við sögu koma margir af helstu þjóðarleiðtogum, stjórnmálamönnum og athafnamönnum heims frá síðustu fjörutíu árum, einkum frá Bandaríkjunum, Kína og Indlandi. Í bókinni lýsir Ólafur Ragnar reynslu sinni af því vinna kjarnorkuafvopnun heimsins með alþjóðlegum þingmannasamtökum á níunda og tíunda áratugnum sem náðu merkilegum árangri en þessi vinna á alþjóðlegu sviði stjórnmála varð Ólafi mikilvægur undirbúningur fyrir forsetaembættið. Sömuleiðis segir Ólafur frá vinnu sinni umhverfismálum, þar á meðal málefnum norðurslóða, sem staðið hefur allt frá því í byrjun aldar og hefur á síðustu árum stórum hluta farið fram á vettvangi sem hann hefur skapað sjálfur með ráðstefnuhaldi á vegum Arctic Circle. Bókin heitir Sögur handa Kára en þar er vísað í Kára Stefánsson sem hvatti Ólaf til skrifa niður þessar sögur af samskiptum sínum við ráðafólk í hinum ýmsu löndum heims, nær og fjær. Í bókinni birtist ákaflega forvitnileg mynd af þessum fyrrverandi forseta Íslands, víðáttumiklu tengslaneti hans á alþjóðlega sviðinu, verkefnum sem hann hefur komið á því sviði sem hann sjálfur hefur ekki haft hátt um hér á landi og sýn hans á alþjóðasamskipti, bæði mikilvægi þeirra sem slíkra og aðferðirnar sem hann hefur notað til þess árangri.

Frumflutt

17. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Svona er þetta

Svona er þetta

Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.

Þættir

,