Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf. Gestur þáttarins er?Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrstu handritin voru flutt heim frá Danmörku 21. apríl 1971. Sá atburður var upphaf Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi en nú bendir ýmislegt til þess að Íslendingar ættu jafnvel að kalla eftir því að fá það sem eftir er af handritunum í Danmörku heim til Íslands. Rætt er við Guðrúnu um þessi efni en einnig hvernig gengur að rannsaka handritaarfinn, fornar sögur og kvæði, aukinn alþjóðlegan áhuga á þessum bókmenntaarfi okkar og svo Hús íslenskunnar sem er að rísa vestur á Melum og mun meðal annars hýsa Stofnun Árna Magnússonar.
Frumflutt
18. apríl 2021
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Svona er þetta
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.